Valmynd / Menu

Um kórinn / About Us

Samfélagsleg arfleifð okkar / Our Civic Heritage

Kórinn / The Choir

is Múltíkúltíkórinn er fjölþjóðlegur sönghópur kvenna. Í honum sameinast konur frá öllum heimshornum og syngja lög frá heimahögum sínum, í skemmtilegum og hvetjandi félagsskap. Þar kynnast þær konum á öllum aldri, óháð stétt, stöðu og uppruna, sem styðja hver aðra og læra hver af annarri.
gb The Multicultural Choir is a group of women from all over the world who meet in Reykjavík and sing songs from their home countries, in a joyous and encouraging environment. The choir gives its members a warm and diverse social circle and connections with Icelandic and international women from many walks of life, who support each other and learn from each other.

is Konur eru í raun menningarsendiherrar og með rödd sinni geta þær náð inn að hjarta þeirra sem hlusta. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál og kórinn getur því brúað bilið á milli íslensks samfélags og þeirra fjölbreyttu menningarheima sem eru hér á landi.
gb Women are in reality cultural ambassadors and with their voices they can reach the hearts of their listeners. Music is a universal language and the choir has the potential to create social bridges between the Icelandic society and all the diverse cultures it hosts.

Lögin / The Songs

is Konurnar velja sjálfar lögin frá heimalöndum sínum og syngja þau á upprunalegum tungumálum. Textarnir eru skrifaðir með svokallaðri, „framburðarstafsetningu" sem auðveldar konunum að læra texta á hvaða tungumáli sem er. Þeir eru líka þýddir yfir á íslensku og/eða ensku, svo að merking þeirra sé alltaf skýr þegar sungið er.
gb The women themselves choose songs from their countries/regions of origin, and they are sung in the original languages. The lyrics are written out and presented to the group using a special kind of \"pronunciation writing\" that makes it easier to learn songs in whatever language. The lyrics are also translated into Icelandic and/or English, so that the meaning can always be understood.

is Sumar kvennanna læra lögin eftir eyranu. Aðrar hafa lært eitthvað í tónlist og þess vegna er líka stuðst við nótur. Þegar ekki eru til nótur að lögunum skrifar kórstýran þau upp. Nú þegar hafa verið sungin lög á um 25 tungumálum og sýnir það glögglega hve mannlífið á Íslandi er orðið fjölbreytt.
gb Some of the women learn the songs by ear. Others read music and therefore sheet music always helps. If it can't be found, the choir leader writes it herself. The repertoire of the choir already includes songs in around 25 languages, representing the diversity of the current Icelandic social fabric.

Viðburðir / Performances

is Kórinn kom fyrst fram á tónlistarhátíð í Reykjavík vorið 2016. Seinna sama ár tóku konur úr hópnum þátt í tungumálaverkefni og léku þar og sungu í frumsömdu leikriti. Það var sýnt í desember og aftur í mars árið 2017. Að vori sama ár tók kórinn þátt í sinn fyrstu fjölþjóðlegu hátíð, í Hörpu í Reykjavík, og hefur síðan komið fram á ýmsum hátíðum og menningarviðburðum. Gestir eru alltaf hvattir til að syngja með kórnum og lögin leysa oft úr læðingi tilfinningar og minningar um „heimalandið, bæði hjá gestum og söngkonunum sjálfum.
gb The choir first performed at a music festival in Spring 2016. Later that year, the group took part in a language project by acting and singing in a theatre play, performed in December and again in March 2017. In the Spring the same year, the choir took part in its first multicultural festival in the concert hall Harpa in Reykjavík. Since then, it has performed in different kinds of festivals and events, where people come together to celebrate the rich musical heritage of the world. Guests are always encouraged to sing along with the choir and the songs often stir "homeland" emotions by the guests and the women themselves.

Stuðningur með söng / Supporting by singing

is Kórinn hefur sýnt ýmsum hópum stuðning sinn með því að mæta á viðburði þeirra og syngja. Einnig hafa verið gerð myndbönd til stuðnings fórnarlömbum hamfara í upprunalöndum kórkvenna. Og í miðjum Covid-faraldri, í maí 2020, var settur saman netkór, með söngvurum frá ýmsum löndum, og tekinn upp þjóðsöngur einnar úr hópnum.
gb The choir has supported various minority groups in Iceland by singing at their community events. The members have also made special videos to support the home countries of the women in the choir during times when the countries have been hit by disasters. In May 2020, in the middle of Covid pandemic the group put together a virtual choir, with singers from around the world, and recorded a national anthem for one of the choir members.

Æfingar / Rehearsals

is Kórinn æfir venjulega einu sinni í viku. Í heimsfaraldrinum hafa æfingar einungis verið á Zoom en vonandi getur hópurinn hist í raunheimum í október. Nokkur lög bíða þess að verða sungin og allir hlakka til að fá loksins að hittast og njóta söngs og samveru.
gb The choir normally rehearses once a week. During Covid time, the rehearsals have been on Zoom but hopefully the group will be able to meet in person in October. There are some new songs awaiting to be sung and it will be exciting to finally meet and keep on exchanging songs from all over the world.

Stofnandi / Founder

is Stofnandi og stjórnandi Múltíkúltíkórsins, Margrét Pálsdóttir, er menntaður málfræðingur og kennari og hefur einnig lært tónlist, söng og kórstjórn. Kórinn hefur sinn eigin gítarleikara, Ársæl Másson, og stundum leika aðrir tónlistarmenn með hópnum.
gb The founder and director of the Multicultural choir, Margrét Pálsdóttir, is a professional linguist and a teacher, who has also studied music, singing, and choir directing. The choir also has a special guitar accompanist, Ársæll Másson, and occasionally other musicians join the group at performances.